Myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir 19. nóvember 2008 11:11 Eftirspurn eftir gullmyntum er nú svo mikil í heiminum að ríkisreknar myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir. Það sem er athyglisvert er að á sama tíma fer heimsmarkaðsverð á gulli lækkandi svipað og gildir um aðrar hrávörur eins og olíu og kopar. Samkvæmt frétt í New York Post um málið er eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir gullmyntum svo mikil þar í landi að US Mint þarf að skammta framleiðslu sínu á slíkum myntum til heildsala. Robert Mish myntsali í Kaliforníu segir að viðskiptavinir hans sem vilja kaupa gullmyntir þurfi nú að bíða allt að tvær vikur til að fá þær í hendur. Fyrir hálfu ári var hægt að selja myntirnar um leið og beðið var um þær. Fyrir skömmu síðan voru myntir á borð við American Eagle seldar á 5% yfir heimsmarkaðsverði á gulli. Nú er álagningin á bili 10% til 15%. Eftirspurn eftir gulli á kreppu- og óvissutímum er þekkt fyrirbrigði í sögunni enda er gull talið besta fjárfestingin á slíkum tímum. Það sem vekur spurningu er hinsvegar afhverju eftirspurn eftir gullmyntum eykst á meðan verð á gulli fer lækkandi. Gullverð náði hámarki í haust er únsan fór í rúma 900 dollara. Nú er verðið tæplega 700 dollarar. Og það er ekki bara í Bandaríkjunum sem eftirspurnin er meiri en framboðið því hið sama gildir um Maple Leaf myntir í Kanada og Krugerrand í Suður-Afríku svo dæmi séu tekin. Einn sérfræðinganna sem New York Post ræddi við segir að gullverð ætti að vera á uppleið miðað við söluna á gullmyntum. Hann telur einu ástæðuna fyrir því að það gerist ekki sé sú að bankar og ríkisstjórnir haldi verðinu niðri af ásettu ráði. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Eftirspurn eftir gullmyntum er nú svo mikil í heiminum að ríkisreknar myntsláttur hafa ekki undan við að slá gullmyntir. Það sem er athyglisvert er að á sama tíma fer heimsmarkaðsverð á gulli lækkandi svipað og gildir um aðrar hrávörur eins og olíu og kopar. Samkvæmt frétt í New York Post um málið er eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir gullmyntum svo mikil þar í landi að US Mint þarf að skammta framleiðslu sínu á slíkum myntum til heildsala. Robert Mish myntsali í Kaliforníu segir að viðskiptavinir hans sem vilja kaupa gullmyntir þurfi nú að bíða allt að tvær vikur til að fá þær í hendur. Fyrir hálfu ári var hægt að selja myntirnar um leið og beðið var um þær. Fyrir skömmu síðan voru myntir á borð við American Eagle seldar á 5% yfir heimsmarkaðsverði á gulli. Nú er álagningin á bili 10% til 15%. Eftirspurn eftir gulli á kreppu- og óvissutímum er þekkt fyrirbrigði í sögunni enda er gull talið besta fjárfestingin á slíkum tímum. Það sem vekur spurningu er hinsvegar afhverju eftirspurn eftir gullmyntum eykst á meðan verð á gulli fer lækkandi. Gullverð náði hámarki í haust er únsan fór í rúma 900 dollara. Nú er verðið tæplega 700 dollarar. Og það er ekki bara í Bandaríkjunum sem eftirspurnin er meiri en framboðið því hið sama gildir um Maple Leaf myntir í Kanada og Krugerrand í Suður-Afríku svo dæmi séu tekin. Einn sérfræðinganna sem New York Post ræddi við segir að gullverð ætti að vera á uppleið miðað við söluna á gullmyntum. Hann telur einu ástæðuna fyrir því að það gerist ekki sé sú að bankar og ríkisstjórnir haldi verðinu niðri af ásettu ráði.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira