Viðskipti erlent

Stones Invest í greiðslustöðvun

Skarphéðinn Berg Steinarsson er forstjóri Landic Property.
Skarphéðinn Berg Steinarsson er forstjóri Landic Property.

Danska fjárfestingafélagið Stones Invest er komið í greiðslustöðvun. Frá þessu greinir danska viðskiptablaðið Börsen á heimasíðu sinni í dag. Reiknað er með að skuldir félagsins umfram eignir nemi allt að einum milljarði danskra króna, eða um 17 milljörðum íslenskra króna.

Lögmaður félagsins tilkynnti í morgun að farið hafi verið fram á greiðslustöðvun í morgun en helsta orsökin mun vera gjaldþrotakrafa frá íslenska félaginu Landic Property. Stones Invest keypti á sínum tíma Keops Development af Landic en gat svo ekki staðið við samninginn þegar á hólminn var komið. Forsvarsmenn Landic segjast því eiga rétt á 7,5 milljóna danskra króna í kjölfarið í formi endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

Fyrir utan þessa kröfu telur Landic sig eiga um 140 milljónir inni hjá Stones, sem, einnig er sagt skulda Roskilde banka um 500 milljónir danskra króna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×