Viðskipti erlent

Minnka olíuframleiðslu til að vinna gegn verðlækkun

Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna samþykktu í morgun að minnka olíuframleiðslu til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi lækkun olíuverðs.

Olíuverð fór upp í 150 dollara á fatið í júlí en er nú komið niður í 106 dollara. OPEC-ríki ætla með framleiðsluminnkun að reyna að koma í veg fyrir að olíuverð fari niður fyrir 100 dollara. Ákvörðunin í morgun var málamiðlun því sum ríki vildu minnka framleiðslu enn meir til að knýja fram enn hærra olíuverð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×