Erlent

Talibanar rændu byggingaverkamönnum

Óli Tynes skrifar

Talibanar rændu í dag yfir 140 byggingaverkamönnum í Farah héraði í Afganistan. Talibanar beina gjarnan árásum sínum að stéttum sem á einhvern hátt tengjast uppbyggingu í landinu.

Kennarar eru gjarnan skotmörk þeirra sem og annað fólk í opinberum embættum. Ekki er vitað hvert ræningjarnir fóru með byggingaverkamennina, en óttast er að þeir verði myrtir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×