Viðskipti innlent

Farþegum FÍ til og frá Eyjum fjölgar um fjórðung

MYND/Valgarður

Farþegum í flugi Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum fjölgaði um 27 prósent fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir einnig að áberandi sé hversu margir hópar hafi flogið með félaginu á þessum fyrstu mánuðum ársins, aðallega innlendir en einnig er um marktæka breytingu að ræða á fjölda erlendra ferðamanna og eru bókanir fyrir sumarið mjög góðar að sögn flugfélagsins.

Frá mánaðamótum hafa verið farnar þrjár ferðir á dag alla daga vikunnar nema miðvikudaga og laugardaga og verða því 19 ferðir á viku í boði í allt sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×