Erlent

Nýnasistar ákærðir fyrir 20 morð

Rússneskir saksóknarar eru tilbúnir með ákærur á hendur níu mönnum sem tilheyra gengi nýnasista og eru grunaðir um að hafa myrt 20 innflytjendur í Rússlandi. Auk þess er mennirnir grunaðir um 12 manndrápstilraunir.

Nímenningarnir eru á aldrinum 17-22 ára. Þeir eru meðlimir í ölöglegu gengi nýnasista sem leitar uppi fólk sem ekki er af slavneskum uppruna og beitir það grófu ofbeldi.

Fórnarlömbin voru farandverkamenn frá Mið-Asíu og Kákasus.

Einn þeirra sem verður ákærður hefur sagt við yfirheyrslur að gengið beri ábyrgð á meira en 40 morðum. Meðlimir klæðast fötum með nasískum merkjum og slagorðum. Þá eru flestir meðlimanna snoðaðir.

Rússnesk stjórnvöld áætla að meira en 60 þúsund rússnesk ungmenni tiheyri hópum sem kenna sig við nýnasisma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×