Kynlíf, dóp og gjafir í rannsókn á olíufélögum 11. september 2008 13:27 Opinberir starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum þáðu kynlíf, dóp og gjafir úr hendi olíufélaga þar í landi. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sem ríkisendurskoðun landsins gerði nýlega. Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni er að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins þáðu marijuana og kókaín frá fulltrúum olíufélaga. Og í tveimur tilvikum þáðu þeir kynlíf. Auk þess er fjöldi tilvika um gjafir sem starfsmennirnir fengu frá olíufélögunum. Á meðan á þessum stóð fjölluðu viðkomandi starfsmenn um samskipti olíufélaganna við hið opinbera. Er þar einkum um að ræða skatta og gjöld sem olúfélögin greiddu fyrir leyfi til olíuvinnslu á landi í eigu bandaríska ríkisins. Tvö olíufélög eru nefnd á nafn í fyrrgreindri rannsókn, það er Shell og Chevron. Talsmenn þeirra vildu ekki tjá sig við CNN um málið í dag. Sögðu að þeir ættu eftir að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar. Demókratar í báðum deildum þingsins í Bandaríkjunum hafa notað rannsókn þessa til að gagnrýna stjórn Bush forseta harðlega. Louise Slaughter þingmaður frá New York segir þannig að Bush-stjórnin hafi sett upp skilti við Hvíta húsið með áletruninni "Bandaríkin til Sölu" frá fyrsta degi og ætíð dregið taum olíufélaganna í vafamálum. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Opinberir starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum þáðu kynlíf, dóp og gjafir úr hendi olíufélaga þar í landi. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sem ríkisendurskoðun landsins gerði nýlega. Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni er að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins þáðu marijuana og kókaín frá fulltrúum olíufélaga. Og í tveimur tilvikum þáðu þeir kynlíf. Auk þess er fjöldi tilvika um gjafir sem starfsmennirnir fengu frá olíufélögunum. Á meðan á þessum stóð fjölluðu viðkomandi starfsmenn um samskipti olíufélaganna við hið opinbera. Er þar einkum um að ræða skatta og gjöld sem olúfélögin greiddu fyrir leyfi til olíuvinnslu á landi í eigu bandaríska ríkisins. Tvö olíufélög eru nefnd á nafn í fyrrgreindri rannsókn, það er Shell og Chevron. Talsmenn þeirra vildu ekki tjá sig við CNN um málið í dag. Sögðu að þeir ættu eftir að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar. Demókratar í báðum deildum þingsins í Bandaríkjunum hafa notað rannsókn þessa til að gagnrýna stjórn Bush forseta harðlega. Louise Slaughter þingmaður frá New York segir þannig að Bush-stjórnin hafi sett upp skilti við Hvíta húsið með áletruninni "Bandaríkin til Sölu" frá fyrsta degi og ætíð dregið taum olíufélaganna í vafamálum.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira