Viðskipti erlent

SÍ segir að greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gangi betur

Seðlabanki Íslands segir að greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gangi nú mun betur en áður. Hafa ber þó áfram í huga að greiðslur taka almennt lengri tíma að berast en áður en vandkvæðin komu upp fyrir um mánuði síðan.

Í tilkynningu á vefsíðu bankans segir að varðandi þær greiðslur sem berast í gegnum Seðlabanka Íslands þarf að huga sérstaklega að því að til að greiðslur til Íslands berist örugglega þarf greiðandinn í Bretlandi að vera með rétt greiðslufyrirmæli og fara fram á að greitt sé í gegnum reikning Seðlabanka Íslands (The Central Bank of Iceland) hjá National Westminster Bank.

„Ef nefnd eru nöfn þeirra lánastofnana sem lent hafa í sérstökum erfiðleikum getur það tafið eða hindrað greiðslu," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×