Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin fékk heimild til að kaupa Íslenska endurtryggingu hf.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Fjármálaeftirlitið veitti Tryggingamiðstöðinni hf. heimild til þess að kaupa Íslenska endurtryggingu hf. þann 5. maí síðastliðinn. Framgreind heimild er veitt með vísan til 39. greinar laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Fyrir kaupin átti Tryggingamiðstöðin hf. 36.02% af heildarhlutafé Íslenskrar endurtryggingar hf. en á nú félagið í heild.

Í frétt á vef Fjármálaeftirlitsins segir að starfsemi Íslenskrar endurtryggingar hf. hafi frá árinu 2000 einskorðast við að gera upp eldri endurtryggingarsamninga. Í ljósi þessarar stöðu hafið það orðið að samkomulagi að helstu eigendur félagsins myndu gera tilboð í aðra eignarhluti í félaginu. Boði Tryggingamiðstöðvarinnar hf. hafi verið tekið. Auk Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og tíu annarra aðila hafi Vátryggingafélag Íslands hf. og Sjóvá Almennar tryggingar hf. átt eignarhlut í félaginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×