Viðskipti erlent

Sterling segir upp 25 flugmönnum

Lággjaldaflugfélagið Sterling sagði upp 25 flugmönnum í gær. Þetta var gert þar sem Sterling mun minnka flugflota sinn um 5 vélar frá og með áramótum.

Uppsagnirnar eru liður í umfangsmiklum hagræðingar- og sparnaðaraðgerðum hjá félaginu. Rulle Westergaard fjölmiðlafulltrúi Sterling segir í samtali við Ritzau fréttastofuna að þeir trúi því nú að þeir hafi fundið haldbæra áætlun til að rétta úr kútnum hvað efnahag félagsins varðar.

Í sumar fækkaði Sterling starfsmönnum sínum um 135 og þar af voru 61 flugmaður. Sem stendur vinna 225 flugmenn hjá Sterling en í flugáhöfnum þeirra eru alls 436 starfsmenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×