Viðskipti innlent

Hagnaður Landsbankans að mestu vegna gengisvarna

Hagnað Landsbankans á öðrum ársfjórðungi má að stórum hluta rekja til jákvæðrar afkomu af gengisvörnum eiginfjár á tímabilinu en krónan heldur áfram að vera stór áhrifaþáttur á eignir og rekstur bankanna.

Greining Glitnis fjallar um uppgjör Landsbankans í Morgunkorni sínu. Þar segir að meðalgengi krónunnar var ríflega 15% lægra á 2. ársfjórðungi heldur en á þeim fyrsta og hefur þannig jákvæð áhrif á tekjumyndun erlendrar starfsemi Landsbankans, mælt í krónum.

„Afkoman nú er ekki langt frá niðurstöðu sama ársfjórðungs fyrir ári síðan sem nam 12,5 milljörðum kr en hagnaðurinn dregst saman um þriðjung frá fyrri fjórðungi þegar hagnaðurinn nam 17,4 milljörðrum kr.," segir í Morgunkorninu.

"Á tekjuhliðinni ollu hreinar vaxtatekjur okkur nokkrum vonbrigðum, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir veigamiklum áhrifabreytum, svo sem verðbótatekjum og gjaldeyrishreyfingum. Rekstrargjöld námu 18,6 milljörðum kr, en Landsbankinn leggur litla áherslu á aðhaldsaðgerðir á kostnaðarhliðinni. „

Afskriftir Landsbankans námu 7 milljörðum kr en afskriftir bankans hafa ríflega þrefaldast á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×