Viðskipti erlent

Fitch segir hættu á fjöldagjaldþrotum flugfélaga

Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að mikil hætta sé á fjöldagjaldþrotum meðal bandarískra flugfélaga á næsta ári.

Þetta kemur fram í skýrslu Fitch um stærstu flugfélög Bandaríkjanna sem gerð var opinber í gær. Þar segir að fjöldauppsagnir, minnkun flugvélaflotans, og hækkun miðaverðs í ár muni ekki ná að bjarga flugfélögunum frá þroti.

Hið háa eldsneytisverð í heiminum í dag auk lánsfjárkreppunnar geri það að verkum að rekstur flugfélaganna gangi hreinlega ekki upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×