Viðskipti innlent

Leitað til Landsbankans vegna sameiningar við Glitni

Björgólfur Thor Björgólfsson yfirgefur Stjórnarráðið í gærkvöld. Mynd/ Daníel.
Björgólfur Thor Björgólfsson yfirgefur Stjórnarráðið í gærkvöld. Mynd/ Daníel.

Á sunnudag var leitað til Landsbankans vegna málefna Glitnis. Þetta segir Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga ráðandi hlut í Landsbankanum. „Þá fóru af stað svona ákveðnar hugmyndir varðandi sameiningu Landsbankans og Glitnis, þá í ljósi þess að það yrði einhver aðkoma ríkisins að því," segir Ásgeir.Ásgeir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að ræða þá hugmynd til hlítar fyrir opnun markaða á mánudaginn hafi hún ekki verið slegin út af borðinu. „Það má svo sem segja að hún sé lifandi ennþá, en það er ekkert búið að ákveða," segir Ásgeir. Hann bendir á að ef af verði muni ríkið verða hinn ákvarðandi aðili í þessu ferli með 75% hluti í Glitni. Áfram var fundað um málið í nótt, en Ásgeir leggur mikla áherslu á að ekkert ferli sé enn til umræðu. Það séu engar sameiningarviðræður komnar í gang.Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist í Kastljósi í gær ekki vita hvort að Glitnir muni sameinast Landsbankanum. „Ég veit það ekki. Ég veit að það er hugmynd sem hefur verið í gangi um nokkra hríð," sagði Geir í Kastljósi í gærkvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,48
1
959
ICEAIR
1,12
8
1.266
FESTI
1,04
2
43.800
TM
0,7
2
18.879
VIS
0,58
2
15.570

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,58
1
10.260
MAREL
-0,99
2
198
HAGA
-0,45
5
74.561
ICESEA
-0,35
2
21.690
SYN
0
1
162
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.