Erlent

Þúsundir reiðra Kínverja brenna lögreglustöðvar

Nokkur þúsund æstir og reiðir Kínverjar réðust á opinberar byggingar í Guizhou héraðinu og kveiktu í lögreglustöðvum og lögreglubílum um helgina til að mótmæla andláti unglingsstúlku.

Óeirðirnar hófust í kjölfar þess að lögreglan úrskurðaði að lát stúlkunnar hefði verið sjálfsmorð. Fjölskylda stúlkunnar telur að sonur embættismanns í héraðinu hafi nauðgað og síðan drekkt stúlkunni.

Óeirðirnar stóðu frá laugardagskvöldi og framundir sunnudagsmorgun að staðarstíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×