Viðskipti innlent

Breytingar hjá Skiptum

Ketill B. Magnússon
Ketill B. Magnússon

Hjá Skiptum hafa verið stofnuð tvö ný svið, Mannauðssvið og Viðskiptaþjónusta, sem leysa munu af hólmi Starfsmannasvið félagsins.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að félagið hafi nú skerpt á skipulagi félagsins í þeim tilgangi að tryggja markvissari starfsemi og veita dótturfélögum faglega þjónustu.

„Viðskiptaþjónusta mun annast rekstrarlega þjónustu til dótturfélaganna, s.s. launaumsjón, fasteigna- og bifreiðarekstur auk öryggismála og rekstur mötuneyta. Mannauðssvið mun einbeita sér að mannauðsmálum Skipta; sjá um stefnumótun félagsins í málaflokknum og veita mannauðsþjónustu. Jóhannes Rúnarsson, hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaþjónustu og Ketill B. Magnússon hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Mannauðssviðs Skipta.

Jóhannes S. Rúnarsson hefur starfað hjá Skiptum, og áður hjá Símanum í 20 ár. Fyrst sem sérfræðingur í hagdeild, sem forstöðumaður innkaupamála, sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu og síðar sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. Jóhannes er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Ketill B. Magnússon hefur starfað hjá Skiptum, og áður hjá Símanum, í 7 ár, fyrst sem forstöðumaður stefnumótunar, sem mannauðsráðgjafi og síðast sem forstöðumaður starfsþróunar og fræðslu. Áður vann hann m.a. sem ráðgjafi hjá Skref fyrir skref. Ketill er MA í heimspeki frá University of Saskatchewan í Kanada og MBA frá ESADE Business School á Spáni.

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir þessar skipulagsbreytingar lið í þeirri stefnu Skipta að veita faglega stoðþjónustu til dótturfélaga þar sem sérhæfing og ábyrgð eru skýr.

"Skipti er samstæða þekkingarfyrirtækja þar sem mikilvægt er að mannauðsmál fái skýran fókus og að fagleg stoðþjónusta tryggi að dótturfélögin geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Skipti ætla sér að vaxa á komandi árum og þessi breyting er afar mikilvæg í því ljósi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×