Viðskipti erlent

Eik Banki fellur um 10% á markaðinum í Kaupmannahöfn

Tveir litlir bankar á markaðinum í Kaupmannahöfn hafa fallið mikið frá því í morgun. Hinn færeyski Eik Banki hefur fallið um 10% en hann er einnig skráður í kauphöllina hérlendis. Þá hefur Bonusbanken fallið um rúm 7%.

Blaðið Börsen fjallar um þetta í mál í dag og segir að samsvörun sé á milli þessa falls Eik Banki og Bonusbanken og þess sem gerðist hjá Roskilde bank áður en sá þurfti á neyðaraðstoð danska seðlabankans að halda fyrir helgina.

Fram kemur í Börsen að frá áramótum hafi gengi bréfa í Eik Banki fallið um 65%. Er það næstamesta tap smábanka sem skráður er í kauphöllina dönsku en Roskilde bank hefur tapað mestu af markaðsvirði sinu í þessum hópi. Bonusbanken hefur tapað 52% af markaðsvirði sínu á sama tímabili.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×