Viðskipti innlent

Enginn treystir ríkisstjórn og Seðlabanka til að tryggja endurgreiðslu lána

Aliber skýtur föstum skotum að Seðlabankanum og ríkisstjórn.
Aliber skýtur föstum skotum að Seðlabankanum og ríkisstjórn.
Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld. Þetta segir Robert Z. Aliber, prófessor emeritus við háskólann í Chicago, í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Hann segir að ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki séu engu hæfari sem stjórnendur nútíma hagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn. Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 - 2006 byggðist á skuldasöfnun - lán hafi verið tekin til þess að standa í skilum með önnur lán - og nú viti þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn.

Aliber segir að ríkisstjórnin og Seðlabankinn virðist ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hiki við að lána þeim peninga. Ástæðan sé sú að enginn treysti þeim til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán.

Þá segir Aliber að það ætti að spyrja bankastjorn Seðlabanka Íslands af hverju bankinn hafði ekki heimil á vexti bankanna og skuldsetningu fyrirtækja og einstaklinga. Jafnframt segir Aliber að ríkisstjórn Íslands ætti að grípa til ráðstafana til þess að breyta skuldsetningu fyrirtækja og heimila þannig að hún samsvari greiðslugetu þeirra.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×