Viðskipti erlent

Airbus metið á „minna en núll“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Töluvert hefur hallað undan fæti hjá flugvélaverksmiðjunum Airbus SAS sem nú eru metnar á „minna en núll" eftir 32% lækkun á hlutabréfum móðurfyrirtækisins European Aeronautic, Defence & Space Co. það sem af er árinu.

„Markaðurinn lítur meira á Airbus sem ábyrgð en eign," segir Joe Campbell hjá Lehman Brothers Holdings en hann þykir einn færasti greiningaraðili markaðsstöðu flugvélasmiða sem nú eru uppi.

EADS tilkynnti fyrir skemmstu um þriggja mánaða seinkun á afhendingu Airbus A380-farþegaþotunnar til nokkurra kaupenda en í sumum tilfellum nema tafirnar tveimur árum. Spár um afkomu fyrirtækisins til ársins 2010 hafa nú dregist saman um sex milljarða bandaríkjadala, um 438 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×