Erlent

Harry Potter-aukaleikari stunginn til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átján ára gamall breskur drengur sem lék lítið hlutverk í væntanlegri Harry Potter-kvikmynd, Harry Potter og blendingsprinsinn, var stunginn til bana fyrir utan bar í Suðvestur-London þegar átök brutust þar út á laugardag.

Hinn látni hét Rob Knox og fór með hlutverk galdranemans Marcus Belby í kvikmyndinni. Starfsfólk Warner Bros.-kvikmyndaversins kveðst harmi slegið yfir atburðinum. Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin og hefur einn þeirra verið handtekinn, grunaður um ódæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×