Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo lætur af störfum

Pétur J. Eiríksson tekur sæti í stjórn Icelandair Cargo.
Pétur J. Eiríksson tekur sæti í stjórn Icelandair Cargo.

Pétur J. Eiríksson mun að eigin ósk láta af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Hann hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun þess árið 2000 en samtals í 26 ár hjá Icelandair Group og þar áður Flugleiðum. Pétur mun setjast í stjórn Icelandair Cargo.

„Það hefur verið mér mikið ánægjuefni að vinna að stofnun Icelandair Cargo og eiga þátt í að byggja upp fyrirtækið og skapa því þann sess, sem það hefur öðlast í flugfutningaheiminum. Sú ákvörðun stjórnar Icelandair Group að hætta við áætlanir um kaup og leigu á Airbus A330 fraktflugvélum skapar ákveðin tímamót. Ég tel þá ákvörðun rétta frá sjónarmiði móðurfélagsins en við þau tímamót tel ég að annar eigi að taka við starfi framkvæmdastjóra og móta nýja stefnu" segir Pétur J. Eiríksson í tilkynningu til Kauphallarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×