Viðskipti erlent

Enn lækkar í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Enn lækka hlutabréf á Asíumörkuðum og nú er ástæðan að sögn greiningaraðila almenn svartsýni og óvissa um að nokkuð sé að fara að rætast úr efnahagsástandinu í heiminum.

Hugh Johnson hjá greiningarfyrirtæki í New York segir fjárfesta nú óttast það mest að ástandið verði mun verra en spár geri ráð fyrir og öldudalurinn verði dýpri og vari lengur en menn bjuggust við.

Hlutabréfavísitölur í Japan og Kóreu lækkuðu um rúm fimm prósentustig og ekki blæs byrlega fyrir Dow Jones-vísitölunni sem hefur lækkað um sjö prósentustig í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×