Greining Glitnis spáir tæplega 18 prósenta verðbólgu 13. nóvember 2008 11:02 MYND/Heiða Greining Glitnis spáir 2,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember, sem þýðir að ársverðbólgan eykst úr 15,9 prósent í 17,8 prósent. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að það séu innflutningsdrifnir liðir á borð við mat og drykkjarvörur, föt og skó, húsgögn og heimilisbúnað auk ýmissa undirliða ferða og flutninga sem þrýsta neysluverði upp um þessar mundir. Þeir liðir sem tengjast frekar innlendum vörum og þjónustu breytast mun minna. Til lækkunar vega svo eldsneyti og húsnæðisliður vísitölunnar ef spá Glitnis gengur eftir. „Gengisvísitalan hefur hækkað um rúmlega 40% frá byrjun septembermánaðar. Slík gengislækkun sem ekki gengur til baka til skemmri tíma leiðir að mati greiningarinnar til u.þ.b. 15% hækkunar neysluverðs að öðru óbreyttu. Það mildar þó höggið töluvert að hrávöruverð hefur lækkað mikið frá miðju ári á heimsmörkuðum. Krónan er í raun nánast eini verðbólguvaldurinn um þessar mundir. Húsnæðisverð hefur nánast staðið í stað undanfarið og útlit er fyrir talsverða nafnverðslækkun þess á komandi misserum. Þá hefur ört vaxandi atvinnuleysi tekið við af yfirspenntum vinnumarkaði og snarlega hefur hægt á launaskriði. Slæmar horfur í efnahags- og atvinnulífinu virðast einnig hafa dregið úr þrýstingi á endurskoðun kjarasamninga til umtalsverðrar launahækkunar í vetur. Hrávöruverð hefur auk þess lækkað mikið sem fyrr segir og slæmar efnahagshorfur á heimsvísu draga úr öðrum erlendum verðþrýstingi," segir greiningardeildin. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greining Glitnis spáir 2,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember, sem þýðir að ársverðbólgan eykst úr 15,9 prósent í 17,8 prósent. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að það séu innflutningsdrifnir liðir á borð við mat og drykkjarvörur, föt og skó, húsgögn og heimilisbúnað auk ýmissa undirliða ferða og flutninga sem þrýsta neysluverði upp um þessar mundir. Þeir liðir sem tengjast frekar innlendum vörum og þjónustu breytast mun minna. Til lækkunar vega svo eldsneyti og húsnæðisliður vísitölunnar ef spá Glitnis gengur eftir. „Gengisvísitalan hefur hækkað um rúmlega 40% frá byrjun septembermánaðar. Slík gengislækkun sem ekki gengur til baka til skemmri tíma leiðir að mati greiningarinnar til u.þ.b. 15% hækkunar neysluverðs að öðru óbreyttu. Það mildar þó höggið töluvert að hrávöruverð hefur lækkað mikið frá miðju ári á heimsmörkuðum. Krónan er í raun nánast eini verðbólguvaldurinn um þessar mundir. Húsnæðisverð hefur nánast staðið í stað undanfarið og útlit er fyrir talsverða nafnverðslækkun þess á komandi misserum. Þá hefur ört vaxandi atvinnuleysi tekið við af yfirspenntum vinnumarkaði og snarlega hefur hægt á launaskriði. Slæmar horfur í efnahags- og atvinnulífinu virðast einnig hafa dregið úr þrýstingi á endurskoðun kjarasamninga til umtalsverðrar launahækkunar í vetur. Hrávöruverð hefur auk þess lækkað mikið sem fyrr segir og slæmar efnahagshorfur á heimsvísu draga úr öðrum erlendum verðþrýstingi," segir greiningardeildin.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira