Viðskipti erlent

Afleikur í samningum hjá Boeing

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Boeing 787 Dreamliner.
Boeing 787 Dreamliner.

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar gerðu að öllum líkindum glappaskot með því að sniðganga verkalýðsfélög og reyna að semja beint við starfsmenn sína um 11 prósenta hækkun grunnlauna.

Félag flugvélasmiða gekk við þetta fram fyrir skjöldu og hafnaði tilboðinu en verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar 4. september semjist ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls lamast starfsemi verksmiðjunnar í Seattle sem mun seinka framleiðslu hinnar nýju Boeing 787 Dreamliner enn frekar en þegar er orðið og að líkindum kosta verksmiðjurnar sem nemur tæpum 10 milljörðum króna. Bloomberg greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×