Erlent

Þrír sirkusfílar leika forfeður sína

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Þrír sirkusfílar hafa verið fengnir að láni til að leika sína eigin forfeður, loðfílana, í Kalundborg í Danmörku.

Þar stendur yfir kynning á lífrænum matvælum og hluti kynningarinnar felst í því að endurskapa þær aðstæður sem ríktu fyrir þúsundum ára. Munu fílarnir því fá að rölta nánast eftirlitslausir um skóglendið í kringum Kalundborg þar sem þeir verða hluti af sýningu dönsku umhverfisstofnunarinnar og Kaupmannahafnarháskóla sem beinist að líffræðilegum fjölbreytileika og náttúrulegum matvælum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×