Erlent

Tómatslagur á Spáni

Slagsmálahundarnir teygja sig í skotvopnin af áfergju.
Slagsmálahundarnir teygja sig í skotvopnin af áfergju. Mynd/Ap

Hin árlega Tómatínahátíð er haldin í dag í smábænum Bunol á Spáni. Gengur hátíðin út á tómatakast sem endar með því að þáttakendur „mála" bæinn rauðan. Heilu fljótin af tómatsafa myndast árlega á strætum bæjarins vegna matarslagsins.



Tómatsafa rignir yfir slagsmálahunda.Mynd/AP
Á hverju ári flykkjast tugir þúsunda til bæjarins til þess að taka þátt í slagnum. Gamlar kempur bæjarins segja þessa hefð hafa byrjað þegar matarslagur hófst á milli unglinga í bænum nálægt grænmetisstandi á aðaltorgi bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×