Innlent

Jarðskjálfti í Öxarfirði í nótt

Jarðskjálfti upp á 4,2 stig á Richter varð í Öxarfirði um klukkan hálfþrjú í nótt og fannst hann meðal annars í Laxárvirkjun í Aðaldal.

Næstu klukkustundina mældust þó nokkrir eftirskjálftar, þeir snörpustu tæp þrjú stig, en undir morgun fór verulega að draga úr virkninni. Upptök skjálftans voru á þekktu skjálftasvæði og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda á svæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×