Rætt um afnám bensínskatts Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. maí 2008 16:44 MYND/Gunnar V. Andrésson Meðal þess sem borið hefur á góma í málflutningi bandarísku forsetaframbjóðendanna John McCain, Hillary Clinton og Barack Obama er hvort til greina komi að afnema 18,4 senta eldsneytisskatt sem gengur til ríkisins af hverju bensíngalloni. Um er að ræða 13,3 krónur en gallon er 3,78 lítrar sem gerir 3,51 krónu á hvern lítra. Til samanburðar má geta þess að á Íslandi er vörugjald af bensíni 9,28 krónur sem verða 11,55 krónur með virðisaukaskatti. Ýmsir aðilar í Bandaríkjunum eru nú farnir að taka til sinna eigin ráða til að lækka bensínverðið. Larry West, sem rekur flutningafyrirtæki, komst upp með það í tvö ár að dreifa bensíni til fjölmargra smásöluaðila í Texas undir því yfirskini að um væri að ræða hreinsað bensín en ekki hefðbundið eldsneyti. Tilkynningum um bensínskattsvik fer nú fjölgandi með auknum akstri þegar sumarið fer í hönd og fólk fer að ferðast. Áætlað hefur verið að slík svik kosti ríkissjóði Bandaríkjanna um 10 milljarða bandaríkjadala ár hvert, rúma 730 milljarða króna. „Fyrir hvern Larry West sem er handtekinn komast tíu undan," sagði William Warden hjá umhverfisglæpadeild Harris-sýslu í Texas en hann vann að rannsókninni á máli West sem hlaut fimm 20 ára fangelsisdóma. Honum er þó heimilt að afplána dómana samtímis þannig að heildarafplánun er 20 ár. Mest kveður að bensínskattsvikum í Texas, Lousiana, Mississippi og fleiri ríkjum sem liggja að Mexíkóflóa vegna þess hve auðvelt er að smygla bensíni með skipum eftir ám og fljótum sem renna í flóann. Nokkuð hefur einnig kveðið að því að bensíni sé stolið úr birgðastöðvum og það selt og í Miami komst upp um samstarf 19 flugvirkja sem stungu 3 milljónum gallona af flugvélabensíni undan og seldu bifreiðaeigendum en flugvélabensín ber lægri skatt. Bloomberg greindi frá þessu. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Meðal þess sem borið hefur á góma í málflutningi bandarísku forsetaframbjóðendanna John McCain, Hillary Clinton og Barack Obama er hvort til greina komi að afnema 18,4 senta eldsneytisskatt sem gengur til ríkisins af hverju bensíngalloni. Um er að ræða 13,3 krónur en gallon er 3,78 lítrar sem gerir 3,51 krónu á hvern lítra. Til samanburðar má geta þess að á Íslandi er vörugjald af bensíni 9,28 krónur sem verða 11,55 krónur með virðisaukaskatti. Ýmsir aðilar í Bandaríkjunum eru nú farnir að taka til sinna eigin ráða til að lækka bensínverðið. Larry West, sem rekur flutningafyrirtæki, komst upp með það í tvö ár að dreifa bensíni til fjölmargra smásöluaðila í Texas undir því yfirskini að um væri að ræða hreinsað bensín en ekki hefðbundið eldsneyti. Tilkynningum um bensínskattsvik fer nú fjölgandi með auknum akstri þegar sumarið fer í hönd og fólk fer að ferðast. Áætlað hefur verið að slík svik kosti ríkissjóði Bandaríkjanna um 10 milljarða bandaríkjadala ár hvert, rúma 730 milljarða króna. „Fyrir hvern Larry West sem er handtekinn komast tíu undan," sagði William Warden hjá umhverfisglæpadeild Harris-sýslu í Texas en hann vann að rannsókninni á máli West sem hlaut fimm 20 ára fangelsisdóma. Honum er þó heimilt að afplána dómana samtímis þannig að heildarafplánun er 20 ár. Mest kveður að bensínskattsvikum í Texas, Lousiana, Mississippi og fleiri ríkjum sem liggja að Mexíkóflóa vegna þess hve auðvelt er að smygla bensíni með skipum eftir ám og fljótum sem renna í flóann. Nokkuð hefur einnig kveðið að því að bensíni sé stolið úr birgðastöðvum og það selt og í Miami komst upp um samstarf 19 flugvirkja sem stungu 3 milljónum gallona af flugvélabensíni undan og seldu bifreiðaeigendum en flugvélabensín ber lægri skatt. Bloomberg greindi frá þessu.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur