Handbolti

Óli Stef: Þetta var katastrófa

"Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn hjá okkur sem fór úrskeiðis í dag, ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á handbolta hafi séð það," sagði Ólafur Stefánsson í samtali við Rúv eftir tap Íslendinga gegn Svíum á EM.

"Vörnin hjá okkur var betri en oft áður og það sem við lögðum upp með þar var að ganga upp, sérstaklega í fyrri hálfleik og framan af seinni - og þegar svo er erum við vanir að rúlla yfir þessi lið - en í dag gerðist bara einhver katastrófa, eitthvað stórslys, sem ég hef ekki séð lengi frá okkar mönnum. Það sem keyrði okkur um koll vorum við sjálfir," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×