Erlent

Heilsan dalar hjá Dalai Lama

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets, hefur frestað öllum alþjóðlegum heimsóknum sínum næstu þrjár vikur vegna ofþreytu. Þetta gerir hann að ráði lækna sinna sem telja ástand hans ekki bjóða upp á ferðalög.

Hinn 73 ára gamli leiðtogi vígði búddahof í Frakklandi í síðustu viku og átti fund með Cörlu Sarkozy forsetafrú. Talsmaður hins aldna leiðtoga sagði hann aðeins fresta næstu heimsóknum sínum og myndi hann taka sér hvíld í Daramsala á Indlandi þar til hann væri reiðubúinn til að leggjast í ferðalög á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×