Erlent

Gómaði bankaræningja fyrir tilviljun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Óeinkennisklæddur lögregluþjónn í Ballerup í Danmörku gómaði bankaræningja í gær þar sem hann var staddur við útibú Jyske Bank fyrir hreina tilviljun.

Lögregluþjónninn var að sinna einkaerindum en sá þá ræningja hlaupa út úr bankanum með feng sinn og setjast undir stýri bifreiðar í nágrenninu. Lögregluþjónninn fylgdi í humátt á eftir honum og þegar hann komst í færi dró hann upp skammbyssu og hleypti skotum í báða framhjólbarða bifreiðarinnar.

Ræninginn sá sæng sína upp reidda og gafst þegar upp. Ríkissaksóknari Danmerkur rannsakar nú hvort lögregluþjónninn hafi farið að verklagsreglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×