Viðskipti innlent

Sjóðseigendur hjá Byr fá 95 prósent af fé sínu

Ragnar Guðjónsson er forstjóri Byrs.
Ragnar Guðjónsson er forstjóri Byrs.

Byr sparisjóður hefur ákveðið að greiða út fjármuni úr peningarmarkaðssjóði sínum og er útgreiðsluhlutfall til sjóðsfélaga nærri 95 prósent miðað við síðasta skráða viðskiptagengi sjóðsins þann 6. október.

Fram kemur í tilkynningu frá Byr að fjármunir fólks verðir lagðir inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga hjá Byr í réttu hlutfalli við inneign hvers og eins. Ef fólk er ekki með innlánsreikninga hjá Byr verða þeir stofnaðir. Greiðslum úr peningamarkaðssjóðnum verður lokið á mánudag.

Byr segir að uppgjör sjóðsins hafi tekið lengri tíma en vonir stóðu til og harmar Byr þá eignarýrnun sem hefur átt sér stað hjá sjóðsfélögum.

Til samanburðar má geta þess að þeir sem áttu fé í peningamarkaðssjóðum hjá viðskiptabönkunum þremur fengu á bilinu 65-85 prósent af fjármunum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×