Viðskipti innlent

Hreiðar Már: Menn leita allra leiða til að styrkja reksturinn

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kauþings, segir að miklar breytingar hafi orðið á mörkuðum undanfarna mánuði og menn leiti allra leiða til þess að styrkja reksturinn.

Fyrr í dag var greint frá því að Kaupþing og SPRON hefðu ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum verði lokið á um 4 vikum.

„Við sendu bréf til stjórnar SPRON í dag þar sem við óskuðum eftir viðræðum um mögulega sameiningu bankanna tveggja," sagði Hreíðar Már í samtali við Sindra Sindrason, blaðamann markaðarins.

Hreiðar segir enn fremur að nú fari í gang vinna bankanna tveggja og þeir muni ræða við hluthafa, viðskiptavini og starfsfólk og vonandi takist að vinna málin hratt og leggja þau fyrir hluthafafund innan nokkurra vikna.

Aðspurður hvort til hagræðingaraðgerða kæmi hjá bönkunum ef til sameiningar kæmi sagði Hreiðar að tíminn yrði að leiða það í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×