Erlent

Dalai Lama af sjúkrahúsinu á morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, verður útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun þar sem hann hefur sætt rannsóknum vegna kviðverkja. Talsmaður leiðtogans sagði líðan hans góða en vildi ekki tjá sig um niðurstöður rannsóknanna.

Hinn 73 ára gamli Dalai Lama flaug til Mumbai á Indlandi á fimmtudaginn og var lagður inn vegna þess sem ráðgjafar hans töldu vera örmögnun. Ferðum hans til Mexíkó og Dóminíska lýðveldisins var frestað af þessum sökum en leiðtoginn var nýkominn úr 11 daga heimsókn til Frakklands þegar hann veiktist.

CNN greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×