Viðskipti innlent

Hefðbundinn matur í sókn

Kaupmenn þykjast merkja breytta hegðun landsmanna í matarinnkaupum sökum efnahagslægðarinnar sem nú ríki. Á þessu vekur Bændablaðið athygli í forsíðufrétt þar sem rætt er við Pétur Allan Guðmundsson, kaupmann í Melabúðinni. Hann segir samdrátt í margvíslegri munaðarvöru, en kveðst þó ekki merkja að fólk sé almennt að færa sig frá innfluttum varningi í innlendan „þó megi sjá mjög ákveðna sókn í hefðbundinn íslenskan mat – heimilismatinn – eins og slátur, svið og súpukjötið“, hefur Bændablaðið eftir Pétri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×