Viðskipti erlent

Önnur stór bensínlækkun í Danmörku á morgun

Á morgun, föstudag, mun bensín aftur lækka umtalsvert í Danmörku. Bensínlíterinn lækkaði um tæpar 9 kr. í gær og á morgun ætlar Shell að lækka bensínlítran um tæpar 6 kr. í viðbót.

Lækkun nemur því tæpum 15 kr. á tveimur dögum og eru þetta mestu bensínlækkanir í Danmörku í sögunni á jafnskömmum tíma.

Í frétt um málið í Jyllandsposten segir m.a. að með þessum lækkunum sé bensínverð í landinu komið í svipað horf og það var um síðustu áramót.

Díselolía lækkar einnig en ekki jafnmikið og bensínið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×