Viðskipti innlent

Þrjú félög hækkað í dag

Það er frekar dauft yfir Kauphöllinni í dag og einungis þrjú félög hafa hækkað það sem af er degi. Þeirra mest er Flaga Group hf. Um 20,38% og er gengi félagsins 1,24. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,32% og Century Aluminum Company um 0,83%.

Sextán félög hafa lækkað í dag og þeirra mest er Teymi um 4,30%. Eikar bankinn hefur lækkað um 2,44% og Spron um 2,06%.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90% og er nú rúmlega 5.252 stig. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,15% og hefur krónan veikst sem því nemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×