Viðskipti innlent

Lánsábyrgð Eimskips enn í gildi

Sindri Sindrason er stjórnarformaður Eimskips.
Sindri Sindrason er stjórnarformaður Eimskips.

Ábyrgð Eimskipafélagsins á 280 milljóna dala láni, sem jafngildir um 21 milljarði króna, sem fylgdi XL Leisure Group þegar það var keypt af Eimskip í október 2006, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallarinnar. Kaupendur XL fengu frest til síðastliðins mánudags til að fjármagna lánið upp á nýtt. Það gekk ekki eftir og er lánið nú gjaldfallið.

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, segist bjartsýnn á að ábyrgðinni verið aflétt fljótlega. Þótt því hafi verið frestað að létta af ábyrgðinni hafi það ekki haft nein fjárhagsleg áhrif á Eimskip. Fari svo að endurfjármögnun XL takist ekki þá sé Eimskip með öruggt veð í bréfum XL, sem Halldór telur að standi vel undir verðmæti ábyrgðarinnar.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Eimskip sé í góðu samstarfi við XL Leisure Group og ábyrgðarhafa um lausn málsins og búist sé við að ábyrgðinni verði aflétt á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×