Skipti gera stuttan stans í Kauphöllinni Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2008 06:00 Skipti hf. hringd inn á markaðinn Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, móðurfélags Símans, hringir markaðsbjöllu Nasdaq OMX kauphallarinnar hér við upphaf viðskipta með bréf félagsins í gærmorgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, fylgist með. Fréttablaðið/Arnþór Skipti, móðurfélag Símans, höfðu verið í um 20 mínútur á markaði þegar yfirtökutilboð barst í félagið frá Existu, stærsta eiganda þess. Gengi bréfa Skipta lækkaði um tæp 10 prósent frá útboðsgengi síðustu viku í fyrstu viðskiptum. Til stendur að taka Skipti sem fyrst af markaði aftur. Merkja mátti að eitthvað lá í loftinu þegar jafnskjótt og fagnað hafði verið fyrstu viðskipum með Skipti hf. og félagið boðið velkomið í Nasdaq OMX kauphöllina í gærmorgun þá hurfu þeir Brynjólfur Bjarnason forstjóri Skipta, Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu og Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar inn í hliðarherbergi og lokuðu að sér. Nokkrum mínútum síðar kom tilkynning í kerfi Kauphallarinnar um stöðvun pörunar með hlutabréf Skipta og Existu og í framhaldi. Klukkann 11:35, rétt rúmum hálftíma eftir að viðskipti hófust í fyrsta sinn með bréf Skipta á markaði lá fyrir yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins frá Existu, sem fyrir á tæp 43,7 prósent í félaginu. Þá stóð gengi bréfa Skipta í 6 krónum á hlut 9,6 prósentum undir útboðsgengi félagsins í síðustu viku sem var 6,64 krónur. Bréf félagsins héldu svo áfram að lækka og voru komin 24,2 prósent undir útboðsgengi um hádegisbil, stóðu í 5,03 krónum á hlut. Yfirtökutilboð Existu hljóðar hins vegar upp á útboðsgengið 6,64 krónur á hlut og er í allt útistandandi hlutafé. Greiða á fyrir hlutina með nýjum hlutum í Existu sem verðleggja á í samræmi við lokagengi á markaði á þriðjudag, 10,1 krónu á hlut. „Fyrirhugað er að tilboðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu Existu. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir útboð á bréfum Skipta í liðinni viku hafa leitt í ljós að hlutabréfamarkaður sé ekki reiðubúinn til að taka við nýju félaga í því árferði sem nú ríki, en þátttaka var dræm í útboðinu þar sem selja átti 30 prósent hlutafjár. 200 fjárfestar tóku þátt og um fjórðungur seldist. „Þegar ríkið seldi hlut sinn um mitt ár 2005 var ófyrirséð hvernig fjármálamarkaðir yrðu nú þegar Skipti fara á markað. Kaupendur félagsins hafa staðið við gerða samninga að fullu, þrátt fyrir erfiðasta ástand á hlutabréfamörkuðum í áratugi,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Þá kemur fram að til standi að skrá Skipti aftur í Kauphöll síðar þegar aðstæður leyfi. Bent er á í tilkynningu félagsins að Exista séannað fjölmennasta hlutafélag landsins og hlutabréf félagsins séu í flokki veltumeiri bréfa Kauphallarinnar. „Í gegnum eign sína í Exista mun hluthöfum Skipta gefast kostur á að njóta með óbeinum hætti þess ávinnings sem Skipti kunna að skapa í framtíðinni,“ segir þar. Verði yfirtökutilboð Existu samþykkt nýtir stjórn Existu heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í félaginu og mun hlutafé félagsins því að hámarki aukast úr 11.361.092.458 hlutum í allt að 14.207.118.788 hluti og eigið fé félagsins mun aukast um allt að 28,7 milljarða króna. Tilboð Existu er háð skilyrði um samþykki samkeppnisyfirvalda. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Skipti, móðurfélag Símans, höfðu verið í um 20 mínútur á markaði þegar yfirtökutilboð barst í félagið frá Existu, stærsta eiganda þess. Gengi bréfa Skipta lækkaði um tæp 10 prósent frá útboðsgengi síðustu viku í fyrstu viðskiptum. Til stendur að taka Skipti sem fyrst af markaði aftur. Merkja mátti að eitthvað lá í loftinu þegar jafnskjótt og fagnað hafði verið fyrstu viðskipum með Skipti hf. og félagið boðið velkomið í Nasdaq OMX kauphöllina í gærmorgun þá hurfu þeir Brynjólfur Bjarnason forstjóri Skipta, Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu og Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar inn í hliðarherbergi og lokuðu að sér. Nokkrum mínútum síðar kom tilkynning í kerfi Kauphallarinnar um stöðvun pörunar með hlutabréf Skipta og Existu og í framhaldi. Klukkann 11:35, rétt rúmum hálftíma eftir að viðskipti hófust í fyrsta sinn með bréf Skipta á markaði lá fyrir yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins frá Existu, sem fyrir á tæp 43,7 prósent í félaginu. Þá stóð gengi bréfa Skipta í 6 krónum á hlut 9,6 prósentum undir útboðsgengi félagsins í síðustu viku sem var 6,64 krónur. Bréf félagsins héldu svo áfram að lækka og voru komin 24,2 prósent undir útboðsgengi um hádegisbil, stóðu í 5,03 krónum á hlut. Yfirtökutilboð Existu hljóðar hins vegar upp á útboðsgengið 6,64 krónur á hlut og er í allt útistandandi hlutafé. Greiða á fyrir hlutina með nýjum hlutum í Existu sem verðleggja á í samræmi við lokagengi á markaði á þriðjudag, 10,1 krónu á hlut. „Fyrirhugað er að tilboðið standi í átta vikur. Verði gengið að tilboðinu mun Exista leggja til við stjórn Skipta að óskað verði eftir afskráningu félagsins eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu Existu. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir útboð á bréfum Skipta í liðinni viku hafa leitt í ljós að hlutabréfamarkaður sé ekki reiðubúinn til að taka við nýju félaga í því árferði sem nú ríki, en þátttaka var dræm í útboðinu þar sem selja átti 30 prósent hlutafjár. 200 fjárfestar tóku þátt og um fjórðungur seldist. „Þegar ríkið seldi hlut sinn um mitt ár 2005 var ófyrirséð hvernig fjármálamarkaðir yrðu nú þegar Skipti fara á markað. Kaupendur félagsins hafa staðið við gerða samninga að fullu, þrátt fyrir erfiðasta ástand á hlutabréfamörkuðum í áratugi,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Þá kemur fram að til standi að skrá Skipti aftur í Kauphöll síðar þegar aðstæður leyfi. Bent er á í tilkynningu félagsins að Exista séannað fjölmennasta hlutafélag landsins og hlutabréf félagsins séu í flokki veltumeiri bréfa Kauphallarinnar. „Í gegnum eign sína í Exista mun hluthöfum Skipta gefast kostur á að njóta með óbeinum hætti þess ávinnings sem Skipti kunna að skapa í framtíðinni,“ segir þar. Verði yfirtökutilboð Existu samþykkt nýtir stjórn Existu heimild í samþykktum félagsins til útgáfu allt að 2.846.026.330 nýrra hluta í félaginu og mun hlutafé félagsins því að hámarki aukast úr 11.361.092.458 hlutum í allt að 14.207.118.788 hluti og eigið fé félagsins mun aukast um allt að 28,7 milljarða króna. Tilboð Existu er háð skilyrði um samþykki samkeppnisyfirvalda.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira