Viðskipti innlent

Hvað geta ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands gert?

Menn velta fyrir sér hvað ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands geti gert til að hafa áhrif á efnahagslífið á Íslandi, segir Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis. Valdimar var gestur Björgvins Guðmundssonar, ritstjóra Markaðarins, „Í lok dags". Valdimar sagðist búast við því að Seðlabankinn væri, í samvinnu við bankana, að skoða hvaða ráð þeir hefðu til að bregðast við og koma meiri ró yfir markaði, bæði hlutabréfa og gjaldeyrismarkaði. Valdimar sagðist búast við því að hið opinbera skýrði frá því fljótlega hvað þeir ætli að gera. Smelltu á „horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtalið við Valdimar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×