Innlent

Einar: Sæll og glaður yfir tíðindum dagsins

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
„Ég er sæll og glaður yfir því að það skyldi takast að finna loðnu í nægilega miklu magni til að hægt væri að hefja veiðar að ný," sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Hann sagðist hafa vonast til þess að þetta tækist og glaðst þegar það varð ljóst að nægilegt magn hefði fundist til að hefja veiðar á ný.

„Þetta er auðvitað léttir fyrir starfsfólk og eigendur fyrirtækjanna," segir Einar og telur að almenn ánægja ríki með ákvörðunina á meðal útgerðamanna og sjómanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×