Erlent

Neyðarástand í Kaliforníu vegna mengunnar frá skógareldum

Mengun vegna skógarelda í Kaliforníu er orðin mjög mikil. Reykur liggur yfir stórum svæðum eins og þoka. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í ríkinu.

Fólki er ráðlegt að halda sig innandyra þar sem mengun er orðin margfalt meiri en heilbrigðisyfirvöld telja æskulegt. Fjölda atburða hefur verið aflýst vegna mengurnarinnar.

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri bað George Bush forseta um að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu og það gerði hann í gær. Sautján þúsund slokkviliðsmenn berjast við eldana í Kaliforníu. Notaðir eru fimmtán hundruð slökkvibílar og áttatíu þyrlur við slökkvistarfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×