Viðskipti innlent

Össur valið markaðsfyrirtæki ársins

Markaðsfyrirtæki ársins 2008 er Össur og Markaðsmaður ársins 2008 er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri.

Markaðsverðlaun ÍMARK voru veitt í hádeginu í dag. Verðlaunaafhendingin fór fram í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Mjög góð aðsókn var eins og áður á þessum viðburði enda vekur hann ávallt athygli í íslensku viðskiptalífi.

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin fyrir hönd ÍMARK og er í 18. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Össur var sem fyrr segir valið Markaðsfyrirtæki ársins 2008 en auk þess voru Síminn og Vodafone tilnefnd til verðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og síðastliðið ár verið viðburðarríkt að því er segir í tilkynningu frá ÍMARK.

Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins var valinn Markaðsmaður ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×