Viðskipti innlent

Deilt um íslenskan efnahag á lesendasíðu FT

Deilur um íslenskan efnahag og nánustu framtíðarhorfur hérlendis eru nú sprottnar upp á lesendasíðu viðskiptablaðsins Financial Times. Eigast þar við Íslandsvinurinn prófessor Robert Wade annarsvegar og prófessorarnir Friðrik Már Baldursson og Richard Portes hinsvegar.

Robert Wade svarar gagnrýni þeirra Friðriks og Richards á sig í FT í dag og vitnar í álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hér var á ferð um síðustu mánaðarmót máli sínu til stuðnings.

Þeir Friðrik og Richard höfðu ásakað Wade um að mála framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs of svörtum litum og að hann hefði farið "frjálslega" með staðreyndir í umfjöllun sinni um málið.

Wade bendir þeim Friðrik og Richard á í dag að lesa álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það sé á sömu línum og hann hafi sett fram nýlega. Álitið sé mun raunsærra en "rósrautt" álit þeirra félaga á nánustu framtíð íslenskra efnahagsmála.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×