Viðskipti innlent

Bankarnir að komast yfir fyrsta hjallann í fjármálakreppunni

Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. MYND/Anton

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna þriggja hefur lækkað töluvert í dag eða um 40-100 punkta eftir því sem segir í hálffimmfréttum Kaupþings.

„Hér skyldi að vísu haft í huga að markaðurinn með skuldatryggingar bankanna hefur verið nánast því dauður í sumar þar sem viðskiptin eru lítil sem engin. Lækkandi álag segir því kannski fyrst og fremst að einhverjir hafa kosið að eiga viðskipti á markaðinum fremur en nokkuð annað," segir greiningardeild Kaupþings.

Að mati Greiningardeildar má þó rekja lækkandi skuldatryggingarálag til þess að uppgjör bankanna þriggja hafi aukið traust á þeim í augum erlendra skuldabréfafjárfesta. „Raunar er það svo að íslensku bankarnir aldrei fengið eins jákvæða umfjöllun eftir uppgjör sín hjá erlendum skuldabréfagreinendum (credit analysts) eins og nú," segir í hálffimmfréttunum.

Greiningardeild Kaupþings segir að staðan nú bendi til þess að íslensku bankarnir séu nálægt því að komast yfir fyrsta hjallann í núverandi fjármálakreppu - að sanna það að þeir geti haldið fullum seljanleika þrátt fyrir að markaðir fyrir útgáfu ótryggðra skuldabréfa séu lokaðir og Seðlabanki Íslands geti ekki þjónað sem lánveitandi til þrautarvara þegar kemur að erlendri fjármögnun.

„Og þá um leið hrint frá öllum bollaleggingum um að íslenska fjármalakerfið geti lagst á hliðina í bankaáhlaupi. Næsti hjalli sem bankarnir verða að komast yfir er að sýna fram að rekstur þeirra geti staðist fremur harða lendingu íslenska hagkerfisins á næsta vetri," segir í hálffimmfréttunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×