Viðskipti innlent

Ronaldo og hið íslenska Soccerade í nánu samstarfi

Ronaldo er andlit Soccerade og umboðsskrifstofa hans er á meðal hluthafa í félaginu.
Ronaldo er andlit Soccerade og umboðsskrifstofa hans er á meðal hluthafa í félaginu.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, sem af flestum er talinn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, vinnur náið með íslenska sportdrykkjafyrirtækinu Soccerade. Þetta staðfesti Ívar Jósafatsson, annar framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, í samtali við Vísi.

Ekki er langt síðan tilkynnt var um innreið Soccerade inn á íslenskan markað. Þar kom fram að Ronaldo væri helsta andlit drykkjarins og þótti það tíðindum sæta að einn vinsælasti íþróttamaður heims legði nafn sitt og andlit við óþekkt vörumerki eins og Soccerade.

Ívar segir í samtali við Vísi að skýringin sé einföld. „Umboðsskrifstofa Ronaldo vinnur með okkur í Soccerade eftir að samningar náðust um samstarf sem leiddi jafnframt til þess að þeir eru hluthafar í fyrirtækinu. Þeir, sem og Ronaldo, eru sáttir við þróun mála og ýmislegt spennandi er framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×