Viðskipti erlent

Landic gerir kröfu um gjaldþrot hjá Stones Invest

Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Landic Property
Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Landic Property

Landic Property hefur sett fram kröfu um gjaldþrot hjá Stones Invest og verður krafan tekin fyrir í Sjó-og kauprétti Kaupmannahafnar á mánudag.

Þessu hefur auðmaðurinn Steen Gude, eigandi Stones Invest, svarað með því að stefna Landic fyrir fógetaréttinn í Kaupmannahöfn.

Berlingske Tidende segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og þar kemur fram að búast megi við fleiri kröfum og gagnkröfum milli þessara tveggja aðila á næstunni.

Gjaldþrotabeiðni Landic byggir á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir dkr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic telur að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic.

"Við höfum farið nákvæmlega yfir þetta og teljum okkur örugglega í rétti hvað endurgreiðsluna varðar," segir Michael Sheik einn af yfirmönnum Landic Property í samtali við Berlingske. "Ég tel að fleiri kröfur fylgi frá okkur ásamt gjaldbrotabeiðninni á mánudag.

Fram kemur að Landic Property telur sig eiga allt að 140 milljónum dkr. inni hjá Stones Invest, eða sem svarar til um 2 milljarða kr.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa samskipti þessara aðila verið mjög stirð að undanförnu einkum vegna viðskiptana með Keops Development sem Landic tók tíl sín aftur eftir að hafa selt Keops til Stones Invest. Munu það vera þau viðskipti sem Steen Gude ætlar að kæra til fógetaréttarins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×