Viðskipti innlent

Viðunandi niðurstaða þrátt fyrir 970 milljóna tap

Ari Edwald forstjóri 365
Ari Edwald forstjóri 365

365 hf sem meðal annars rekur Vísi skilaði uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 í dag. Tap félagsins eftir skatta var 970 milljónir króna en gengisfall íslensku krónunnar leiðir til um 940 milljóna króna gengistaps á fjórðungnum.

Tekjur 1.ársfjórðungs jukust um 29% frá fyrra ári og námu 3.461 m.kr.

Ebitda tímabilsins jókst um 35% frá fyrra ári og var 187 m.kr.

Handbært fé frá rekstri jókst um 178 m.kr. frá áramótum og var 368 m.kr í loktímabilsins.

Ari Edwald forstjóri fyrirtækisins segir niðurstöðuna viðunandi enda sé rekstur samstæðunnar í heild ekki langt frá rekstraráætlun þrátt fyrir erfiðleika í afþreyingarhlutanum.

„Þar er fyrst og fremst um að ræða lægð í sölu á erlendri tónlist og DVD myndum, en fyrirtækið vinnur að aukinni dreifingu á þeim vörum. Rekstur fjölmiðla hefur gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Góður innri vöxtur er í tekjum og 35% hækkun EBITDA hagnaðar frá fyrra ári," segir Ari og bendir á að fjármagnsliðir sem einkennast af miklu gengisfalli krónunnar, háum vöxtum og verðbólgu leiði til 970 milljóna króna taps.

„365 hf var með um 35% af skuldum í erlendri mynt um áramót, og er gengistap félagsins 940 milljónir. 365 hf ver ekki lán fyrir gjaldeyrissveiflum og áætlar ekki áhrif þeirra. Félagið er hins vegar að verulegu leyti varið út þetta ár að því er varðar erlend aðföng til rekstrar. Í heild telja stjórnendur 365 hf að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs sé viðunandi og gefi ekki tilefni til að breyta áætlunum

ársins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×