Viðskipti erlent

Fatabúð býður 10 dkr. í hlutinn hjá Roskilde Bank

Fatabúðin Poise of Denmark hefur boðið öllum sem eiga hluti í Roskilde Bank að kaupa þá á 10 dkr. eða 160 kr., hlutinn. Í dag eru þessir hlutir í raun taldir verðlausir eftir að seðlabanki landsins neyddist til að grípa inn í til að bjarga Roskilde Bank frá gjaldþroti fyrr í sumar.

Sá böggull fylgir þó skammrifi í tilboði fatabúðarinnar að ekki verður um staðgreiðslu að ræða fyrir þá sem vilja taka tilboðinu. Í staðinn fær viðkomandi inneignarnótu fyrir fatakaupum í búðum Poise of Denmark.

Alls eru til 12,5 milljónir hluta í Roskilde Bank á hlutabréfamarkaðinum sem þýðir að ef allir hluthafar taka tilboði fatabúðarinnar gæti hún selt jakka og spariföt fyrir 125 milljónir dkr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×