Viðskipti innlent

Bankarnir fara ef Íslendingar hanga á krónunni

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningadeildar Glitnis.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningadeildar Glitnis.

Íslendingar þurfa að taka upp aðra mynt eigi bankarnir ekki að hverfa úr landi. Þetta er mat Greiningardeildar Glitnir.

Í Morgunkorni Glitnis segir að sérstakt Íslandsálag á fjármögnunarkjör íslensku bankanna sjáist greinilega í samanburði á skuldatryggingaálagi íslensku bankanna og sambærilegra banka erlendis. Álagið mótist helst af skoðun alþjóðamarkaða á stöðu hagkerfisins og hversu vel það sé í stakk búið til að styðja við starfsemi fjölþjóðlegra banka.Það mótist annars vegar af þeirri skammtímasveiflu sem hagkerfið sé að ganga í gegnum. Hins vegar hvernig hagkerfið sé upp byggt og þá sérstaklega hversu smátt kerfið sé í samanburði við stærð bankanna. Álagið sé misjafnlega sýnilegt eftir því hversu áhættufælni sé mikil á erlendum mörkuðum.

Greiningadeild Glitnis segir að leiðirnar til að losa fjármálakerfið við Íslandsálagið til langs tíma séu líklega helst tvær. „Annars vegar er hægt að stækka myntkerfið, þ.e. að gerast þátttakandi í stærra myntsvæði sem skapaði bönkunum trúverðugan bakhjarl. Evran er þar líklega besti kosturinn m.a. vegna vægi þeirrar myntar í utanríkisviðskiptum, þó að sú leið sé seinfarin. Hin leiðin er uppgjöf við að byggja upp alþjóðlega bankastarfsemi hér á landi og að bankarnir finni sér þá annan bakhjarl en Seðlabanka Íslands með því að flytja höfuðstöðvar sínar af landi brott," segir í Morgunkorni Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×