Viðskipti innlent

Þróunarfélagið hagnaðist um rúmar 130 milljónir

Árni Sigfússon situr áfram í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Árni Sigfússon situr áfram í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Hagnaður Þróunarfélags Keflavíkuflugvallar í fyrra nam 131 milljón króna samkvæmt ársreikningi sem lagður var fram á aðalfundi félagsins í fyrradag.

Þar kemur einnig fram að heildareignir félagsins hafi verið 314 milljónir króna en skuldir nema um 250 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam því 62 milljónum króna í árslok.

 

 

Breytingar urðu á stjórn félagsins. Þeir Magnús Gunnarsson og Stefán Þórarinsson hurfu úr stjórninni en inn komu Páll Sigurjónsson verkfræðingu og Reynir Ólafsson viðskiptafræðingur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, heldur áfram í stjórninni.

 

 

Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar er ætlað að umbreyta fyrrverandi varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli í vísindasamfélag. Í dag búa um 1200 manns á svæðinu og um 300 einstaklingar hafa annaðhvort hafið eða hefja störf á næstu mánuðum. Alls munu því um 1400 manns starfa og búa á svæði þróunarfélagsins innan skamms og þar eru starfrækt hátt á fjórða tug fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×